Undanfarnar vikur hefur umfjöllun dagblaða verið heldur á dekkri nótunum og síst til uppörvunar fyrir ungt fólk. Það var því ákveðið að halda blaðafund í unglingadeild KFUM og KFUK á Akureyri og finna dagblöðunum nýtt og ánægjulegra hlutverk. Farið var í ýmsa skemmtilega leiki með blöðin og meðal annars var keppt í brúðarkjólahönnun við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í lok fundar fengu unglingarnir hressilega útrás í snjókasti með dagblöðin og er óhætt að segja að félagsheimilið hafi borið þess merki í lok fundar að þar höfðu unglingar verið að verki.