Basar KFUK verður laugardaginn 29. nóvember kl. 14-17 á Holtavegi. Við hvetjum allar KFUK-konur til að leggja sitt af mörkum svo basarinn verði fallegur og áhugaverður. Handgerðir munir, brauð og kökur af öllum gerðum eru alltaf vinsælar.
Við þiggjum nýjar og notaðar slæður, hanska, töskur og aðra fylgihluti því okkur langar að hafa sérstakt horn með slíkum vörum.
Móttaka gjafa er á Holtaveginum: í Þjónustumiðstöðinni kl. 9-17, föstudaginn 28. nóvember kl. 17-21 og laugardaginn frá kl. 12.