Æskulýðsvettvangurinn, samstarf KFUM og KFUK, BÍS og UMFÍ, stendur fyrir málþinginu Æskan á óvissutímum á Ísafirði á þriðjudag. Málþingið verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16:30-19:30. Þar verður fjallað um áhrif óvissuástandsins í samfélaginu á börn og unglingan og mikilvægi vandaðs æskulýðsstarfs á slíkum tímum. Málþingið er annað í röðinni en á næstu dögum verður málþingið haldið á Akureyri, Egilsstöðum og í Árborg.

Málþingin verða auglýst hér á síðunni svo fylgist vel með.