Fjórða málþingið í röðinni Æskan á óvissutímum verður haldið á Egilsstöðum, fimmtudaginn 4. desember n.k. kl. 15:30. Málþingið fjallar um hvaða áhrif þjóðfélagsástandið hefur á börn og unglinga en það er Æskulýðsvettvangurinn (KFUM og KFUK, BÍS og UMFÍ) sem standa að málþinginu. Dagskrá málþingsins má sjá hér til hliðar.