Æskan á óvissutímum – málþing 13. nóvember

  • Þriðjudagur 3. febrúar 2009
  • /
  • Fréttir

Æskulýðsvettvangurinn, samstarf KFUM og KFUK, BÍS og UMFÍ, stendur fyrir málþinginu Æskan á óvissutímum á fimmtudag kl. 13-16:30 á Grand Hótel.

Það eru vissulega óvissutímar og börn og unglingar fara ekki varhluta af þeim óróleika og spennu sem ríkir í þjóðfélaginu. Vandað æskulýðsstarf er gríðarlega mikilvægt á slíkum stundum, starfsemi þar sem börnin finna stöðugleika og öryggi. Þeir sem starfa með börnum verða þekkja aðstæður í þjóðfélaginu og vita hvernig á að bregðast við þeim gagnvart þátttakendum í starfinu.

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis, dagskrá málþingsins má sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan.