3. febrúar er fyrsti tími í táknmálsnámskeiði KFUM og KFUK. Kennari námskeiðsins kemur frá samskiptamiðstöð heyrnalausra. Farið verður yfir grundvallaratriði táknmálsins, stafrófið, algengustu orðin og margt annað. Markmiðið með námskeiðinu er að leyfa fólkið að kynnast heimi heyrnarlausra og gefa fólki tækifæri á því að eiga samskipti á nýjan hátt. Námskeiðið verður á þriðjudagskvöldum og hefst með léttum kvöldmat klukkan 18:30 og svo byrjar kennsla klukkan 19:00 og stendur til 21:00.
Námskeiðið kostar 15000 krónur en KFUM og KFUK greiðir námskeiðið fyrir sína leiðtoga.

Endilega skráðu þig með því að senda tölvupóst á netfangið skraning@kfum.is eða hringja í síma 5888899