Norræn mót KFUM og KFUK eru að jafnaði haldin annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Mótið í sumar verður 5. – 11. júlí í Færeyjum og er haldið af KFUM og KFUK á Íslandi í samstarfi við KFUM og KFUK í Færeyjum. Yfirskrift mótsins er „Who are you“. Mótið er fyrir 12 – 15 ára krakka og er áætlaður kostnaður kr. 65.000 á mann. Stefnt er að því að hafa fjáröflun og safna styrkjum fyrir um helming kostnaðar.
Það er löng hefði fyrir því að Íslendingar sæki Norræn mót KFUM og KFUK og oft hefur íslenski hópurinn verið fjölmennastur. Öllum þátttakendum MD og UD KFUM og KFUK stendur til boða að fara á mótið í sumar. Fararstjóri verður Hreiðar Örn Stefánsson (UD KFUM og KFUK í Mosfellsbæ) en hann hefur farið með hópa á þessi mót í mörg ár. Hámarksfjöldi þátttakenda frá Íslandi er 50.
Sunnudaginn 8. febrúar kl. 17 verður kynningarfundur fyrir unglinga og foreldra í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg 28. Þar hefst skráning í ferðina og mun skráningin standa yfir til 15. febrúar.
Nánari upplýsingar gefa Jón Ómar (jonomar@kfum.is) og Haukur ( haukur@kfum.is) æskulýðsfulltrúar í síma 588 8899.