Þann 1. febrúar hefast sunnudagssamkomur KFUM og KFUK á Holtaveginum eftir nokkurt hlé. Áhersla er lögð á að hver samkoma sé vönduð, með skýrum boðskap kristinnar trúar inn í daglegt líf þeirra sem hana sækja, góðum söng, einföldu formi og góðu samfélagi. Vonandi finna sem flestir þörf fyrir að koma og njóta stundanna og enn eru til margvísleg hlutverk fyrir þá sem vilja taka þátt í starfinu.
Samkomurnar verða hvert sunnudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Yfirskrift samkomunnar sunnudaginn 1. febrúar er „Sjónarvottur að hátign hans“ og ræðumaður er sr. Ólafur Jóhannsson.
Allir eru velkomnir á þessar samkomur