Í vikunni hafa bæði stelpur og strákar víðsvegar um landið tekist á við nefmálun. Það getur tekið á þegar hver og einn málar með sínu nefi og verkefnið er bæði í senn krefjandi og skemmtilegt. Samvinnan er lykilatriði en krakkarnir hafa stuðst við Biblíufrásögn sem þau reyna svo að gera skil með listsköpun sinni. Stefnt er að sýningu á afrakstrinum með vorinu. Nokkrar myndir sem teknar voru á Akureyri í vikunni má skoða hér á vefnum.