Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK fer fram dagana 20. febrúar – 22. febrúar í Vatnaskógi. Yfirskrift mótsins er Enginn er einn og miðar fræðsla mótsins að því að unglingarnir upplifi sig mikilvægan hluta af Guðs góðu sköpun. Dagskrá mótsins er fjölbreytt íþróttir og tómstundir munu skipa stóran sess á mótinu og geta þátttakendur tekið þátt í borðtennismóti, þythokkímóti, streetballmóti og skákmóti svo fátt eitt sé nefnt. Á mótinu verður stórskemmtilegur upplifunarleikur sem byggir á þema mótsins. Mótinu lýkur síðan síðdegis á sunnudeginum.

Mótsstjórar eru Þór Binó Friðriksson og Birgir Urbancic Ásgeirsson.