KFUM og KFUK og ÆSKR munu standa saman að gítarnámskeiði fyrir leiðtoga og aðra þá sem hafa áhuga á að læra á gítar. Námskeiðið verður haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 á mánudögum kl. 17:30-18:30. Kennari er Hannes Guðrúnarson en hann hefur langa reynslu af því að halda gítarnámskeið fyrir KFUM og KFUK og ÆSKR. Námskeiðið hefst 2. febrúar og stendur til 23. mars, alls 8 vikur.
Þátttaka á námskeiðinu kostar 10.000 krónur. Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í sl 588 8899 eða á
skraning@kfum.is
Nemendur þurfa að hafa með sér: gítar, blýant, yddara, strokleður, glósubók og góðaskapið 🙂