Þriðjudaginn 3. febrúar hefst á Holtavegi táknmálsnámskeið fyrir leiðtoga KFUM og KFUK. Markmið námskeiðsins er að þjálfa leiðtoga til að taka á móti heyrnarskertum börnum. Farið verður yfir grundvallaratriði táknmálsins, stafrófið, algengustu orðin og margt fleira. Kennari kemur frá samskiptamiðstöð heyrnalausra. Námskeiðið stendur í 10 vikur á hverjum þriðjudegi frá 3. febrúar og hefst með léttum kvöldverði kl. 18.30 og stendur til kl. 21. Allur kostnaður er greiddur af KFUM og KFUK en aðeins 18 leiðtogar komast að. Skráning er hafin í síma 588 8899 (alla virka daga kl. 9 – 17) eða á skraning@kfum.is