Rúmlega 30 ungliðar úr knattspyrnufélagi Vals heimsóttu þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í gær 15. janúar ásamt þjálfurum sínum þeim Ragnari Helga Róbertssyni og Igori Bjarna Kostic.
Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um uppruna Vals og skoða gamlar gersemar sem tengjast knattspyrnufélaginu, en sr. Friðrik Friðriksson kom að stofnun þess félags eins og svo mörgu.
Þórarinn Björnsson fræddi drengina um uppruna knattspyrnu á Íslandi og tengingu hennar við KFUM. Þá sagði hann þeim frá stofnun Vals og fyrstu árum félagsins. Drengirnir fengu síðan að sjá fyrstu lög Vals og aðrar gersemar sem eru í vörslu KFUM og KFUK.