Sunnudagssamverur á Holtavegi byrja í febrúar

skrifaði|2012-04-14T09:49:41+00:0015. janúar 2009|

Sunnudagssamverur hefjast á ný á Holtavegi 28 í febrúar eftir nokkurt hlé. Samverurnar verða á hverju sunnudagskvöldi kl. 20:00.
Hópur félagsmanna undir forystu Björgvins Þórðarsonar hefur umsjón með þessum samverum.
Tónlist og lofgjörð ásamt hugleiðingu út frá Guðs orði eru kjarni sunnudagssamveranna.
Nánari upplýsingar birtast hér á síðunni þegar nær dregur.