Nú standa yfir æfingar á söngleiknum !HERO þar sem atriði úr ævi Jesú eru sett í nútímasamhengi.
Söngleikurinn er settur upp af ungu fólki í KFUM og KFUK ásamt meðlimum fleiri kristinna samfélaga á Íslandi.
Leikstjóri er Rakel Brynjólfsdóttir og tónlistarstjóri er Jóhann Schram Reed.
Rokkóperan gerist í New York borg nútímans í heimi þar sem Jesús hefur aldrei verið til. Yfir heimunum ríkir ógnarstjórn ICON. Í Brooklyn í New York elst drengurinn HERO úr grasi. Hann kennir fólki að elska óvini sína, boðar nýtt konungsríki sem er ekki af þessum heimi. Yfirmenn ICON sjá fljótt að HERO ógnar ríkjandi stjórnvöldum og leggja þeir á ráðin um að ráða hann af dögum. Inn í söguna fléttast litríkir karakterar á borð við lærisveinana Petrov og Jude, Maggie (María Magdalena), Devlin (yfirmaður ICON) og fleiri.
Með hlutverk Hero fer Edgar Smári Atlason en í öðrum stórum hlutverkum eru: Þorleifur Einarsson, Skjöldur Eyfjörð, Sigurður Ingimarsson, Ingunn Huld Sævarsdóttir, Dabbi T og Sævar Daníels.
Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í Háskólabíó föstudaginn 6. mars kl. 20.
Sýningar verða alls fjórar: 6. og 7. mars og 13. og 14. mars allar í Háskólabíó.
Miðaverð er kr. 2.500
Hægt er að kaupa gjafabréf á sýningarnar í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Holtavegi 28, þar er opið alla virka daga kl. 9 – 17 sími 588 8899
Nánar verður auglýst þegar sjálf miðasalan hefst.