Skógarvinir og Hlíðarvinir eru deildir fyrir 12 – 14 ára krakka sem dvalið hafa í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Í hvorum hóp geta verið 30 krakkar. Hóparnir hittast 4 – 6 sinnum á misseri, borða saman og taka þátt í spennandi dagskrá. Að auki er farið eina helgi í sumarbúðirnar.
Þátttaka kostar kr. 12.500 og er allur kostnaður innifalinn í því.
Hlíðarvinir hefja starf sitt föstudaginn 16. janúar en Skógarvinir föstudaginn 30. janúar.
Fullbókað er í Hlíðarvini en enn eru laus pláss í Skógarvini.
Upplýsingar og skráning í síma 588 8899 alla virka daga kl. 9 – 17