Æskulýðsstarfið hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 12. janúar n.k. Leiðtogar eru búnir að setja saman fjölbreyttar dagskrár og á döfinni eru einnig fjölmargir sameiginlegir viðburðir. Af þeim má nefna spurningakeppni yngri deilda, landsmót unglingadeilda, brennómót, vorhátíð og vorferðalög.
Fundatímar deildanna eru þeir sömu og fyrir jól og munu dagskrár birtast hér á heimasíðunni mjög fljótlega.
Allar nánari upplýsingar eru hjá leiðtogum eða í síma 588 8899.