… var 4898

Þessi tala er alveg ótrúleg. Við sem höldum utan um verkefnið héldum að þetta væru aðeins færri kassar en í fyrra því einhverra hluta vegna minnti okkur að það hefðu safnast fjögur þúsund níu hundruð og eitthvað kassar þá. Í dag fór ég síðan að skoða gamlar færslur hérna á skókassar.net og fann þar færslu sem ég skrifaði í fyrra um endanlegan fjölda skókassa árið 2007. Og þá kom í ljós að fjöldi skókassa sem safnaðist í fyrra var 4897.

Það safnaðist sem sagt einum skókassa meira í ár heldur en í fyrra 🙂