[youtube KOIc-hdtNbY]

Einn úr hópnum okkar tók sig til og klippti saman myndband frá drefingu íslenskra skókassa í Úkraínu í janúar 2007. Myndbandið er rétt undir 10 mínútum í spilun.

Endanlegur fjöldi skókassa í ár var 4897. Það bættust við rúmlega 60 kassar eftir lokaskiladag og þar sem gámurinn var ekki sóttur fyrr en á miðvikudegi gátum við skellt þeim með. Lokatalan í ár er alveg ótrúlega nálægt lokatölunni í fyrra. Ég man ekki nákvæmlega hversu margir kassar söfnuðust í fyrra en það voru eitthvað um 4900.

Af gámnum er það að frétta að hann er í skipi á leiðinni til Hamburg. Skelli inn fréttum af ferð hans um leið og ég fæ nánari upplýsingar.