Eimskip – Flytjandi hefur gert samkomulag við KFUM og KFUK um flutning á pökkum sem tengjast verkefninu „Jól í skókassa“.
Það þýðir að félagið tekur að sér að flytja gjafirnar af landsbyggðinni til Reykjavíkur í höfuðstöðvar KFUM og KFUK og jafnframt flytur félagið gjafirnar áfram til Úkraínu fyrir hagstætt verð.
KFUM og KFUK þakka félaginu gott samstarf og fyrir þann stuðning sem það veitir verkefninu.