Verkefnið Jól í skókassa teygir anga sína um allt land og víða er verið að pakka inn skókössum þessa dagana og setja í þá eitt og annað skemmtilegt, gott og gagnlegt. Á Akureyri verður tekið á móti skókössum laugardaginn 27. október á Glerártorgi kl. 13 – 16.

Flytjandi mun sjá um að koma jólaskókössum af öllu landinu til Reykjavíkur og nægir að hver og einn hafi samband við næstu afgreiðslu þeirra. Síðasti skiladagur skókassanna er 3. nóvember og munu þeir fara í gám strax eftir það og sigla af stað til Úkraínu.