Þá er farið að styttast í daginn stóra í ár. Loka skiladagur er laugardagurinn 3. nóvember n.k í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Þann dag verður tekið á móti kössum frá klukkan 11:00 til 16:00. Jafnframt verður myndasýning frá síðustu úthlutun og boðið upp á kaffi, gos og smá meðlæti.

Annars er hægt að koma kössum til skila í hús KFUM og KFUK við Holtaveg. Þar er opið milli klukkan 9:00 og 17:00. Ef þið búið úti á landi …. hafið samband við Eimskip Flytjanda á hverjum stað.