Það var þreyttur en virkilega sæll hópur fólks sem hélt heim aðfaranótt sunnudags. Laugardagurinn 11.nóvember var sannarlega gleðidagur. 4.650 kassar voru komnir í gám.
Þegar klukkan sló ellefu, laugardagsmorguninn 11.nóv fór fólk að streyma með pakkana sína í hús KFUM og K við Holtaveg. Allan daginn var fólk, börn og fullorðnir, að koma með kassana sína. Og þegar kassinn hafði verið afhentur var boðið upp á hressingu og myndasýningu frá síðustu afhendingu sem margir horfðu á.
Fjöldi sjálfbðaliða vann við að yfirfara kassana og við að ganga frá þeim í gám til sendingar til Úkraínu. Gámurinn fer í skip nk. þriðjudag og verður í Úkraínu upp úr miðjum desember. Hluti biblíuleshópsins Bleikjunnar mun eins og áður, fylgja kössunum eftir og vera í Úkraínu í byrjun janúar til að aðstoða við útdeilingu.