Nú eru síðustu dagar verkefninsins framundan og er skipulagður skiladagur í Stykkishólmskirkju í dag kl 13-16. Það er gaman að frétta þegar hópar taka sig saman og búa til kassa og hvað þá að sjá um skipulagningu á heilum degi fyrir okkur. Við viljum þakka þeim aðilum kærlega fyrir hjálpina. Á morgun er skiladagur á Akureyri og er hægt að skila skókössum í Sunnuhlíð, húsi KFUM&K milli 15-17. Boðið verður uppá léttar veitningar ásamt því að fólk gefst tækifæri að kynnast starfi KFUM&K og verkefninu. Hlökkum til að sjá ykkur.