Glöggir lesendur Daglegs lífs í Morgunblaðinu í dag sjá mikla og góða umfjöllun um verkefnið Jól í skókassa. Þar er aðdraganda verkefnisins lýst og er það kannski sýn sem allir vita ekki um. En oft vill það gerast að eitthvað misferst í frétt og var það í dag. Í lok greinarinnar er Eimskip þakkað fyrir gott samstarf og kemur fram að þeir flytji fyrir okkur án kostnaðar. Þetta er því miður ekki rétt en þeir gáfu okkur góð kjör ásamt framúrskarandi þjónustu á síðasta ári.