er orðið allt of lítið. Ýmsar greinar fjelagsstarfsins verða að hafast við annarsstaðar, og er það mikill hnekkir. Karlakór K. F. U. M., Taflflokkur U-D, Burstagjörðin og að mestu leyti skátarnir verða að vera annarsstaðar og ýmsar fleiri greinar. Þar að auki væru ýmsar starfsgreinar sem þyrftu að bætast við, en verða að bíða hentugri tíma. í húsinu sjálfu eru haldnir liðlega 120 fundir stærri og smærri á mánuði hverjum; tilfinnanlegast vantar oss litlar stofur og herbergi til smærri funda. Notkun fjelagsins er orðin svo mikil, að vjer getum sama sem ekkert leigt út til fundarhalda, og veitti þó ekki af vegna fjárhagsins. — Það er því horft með mikilli eftirvæntingu fram til þess tíma, er vjer getum farið að reisa vort nýja hús á hinum ágæta stað i bænum. Fórnfýsi fjelagsmanna er að vísu mikil, en betur má ef duga skal. — Fórnarfundirnir mættu vera betur sóttir.

(Úr Mánaðarblaði KFUM í Reykjavík, 1. árg. 1. tbl., janúar 1926)