Bæjarfógetinn í Reykjavík hefur með bréfi dags. 14. júlí þ. á. tilkynnt oss leyfi frá landshöfðingjanum yfir íslandi til þess að »Kristilegt fjelag ungra stúlkna« megi á yflrstandandi ári halda tombólu til ágóða fyrir ofurlítinn sjóð, er stúlkurnar hafa stofnað til þess að hjálpa til menningar ungri blindfæddri stúlku. Eg bið því alla fjelagsmenn og vini fjelagsins að gjöra svo vel að gefa eitthvað til tombólu þessarar, sem að forfallalausu verður haldin í nóv. eða snemma í decemb.
Gjöfum verður viðtaka veitt og nánari upplýsingar gefnar af frk. Hólmfríði Rósenkranz og Þórunni Finnsdóttur í Prestaskólahúsinu og af Fr. Friðrikssyni.

(Úr Mánaðartíðindum kristilegs unglingafélags, 2. árg. 1900, 8. tbl.)