Notast má við Lagið um það sem er bannað og texta Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Hægt er að setja textann upp á glæru á meðan lagið er spilað. Að því loknu má notast við neðangreindar spurningar.

  • Hafa foreldrar rétt á að setja börnum sínum reglur? Af hverju/af hverju ekki?
  • Nefnið dæmi um reglur sem foreldrar setja. Eru þær alltaf réttlátar?
  • Hvaða tilgangi þjóna lög á Íslandi (t.d. Hegningarlög, umferðarlög o.s.frv.)?
  • Hvaðan koma lög á Íslandi? Hver setur þau og af hverju?