Fræðsluefnið að þessu sinni er byggt upp á hlutbundinni kennslu. Það þarf að undirbúa fræðsluna vel og finna til viðeigandi hjálparefni sem öll eru að finna í Jesúkassanum.

Þar sem þetta er hlutbundin kennsla þarf að aðlaga fræðsluna að viðeigandi aðstæðum. Hver dagur á sér þema sem á einhvern hátt tengist kristinni trú.

Farið er í gegnum helstu grunnatriði kristinnar trúar með áherslu á kærleikann og samfylgd Jesú í hversdagslífinu gegnum bæn, Biblíulestur og samfélag.

Samverurnar útskýra sig sjálfar. Í hverri samveru er vitnað í Biblíuna og saga sögð í tengslum við efni dagsins. Hver samvera endar á bæn.