Fræðsluefni KFUM og KFUK á vormisseri 2012 heldur áfram að fjalla um gildi. Fyrir áramót fjölluðum við um þjóðgildin út frá kristinni lífssýn. Að þessu sinni horfum við til gilda heimssambands KFUM sem bera heitið „Challenge 21“ og skoðum þau í ljósi dygðalista Páls postula úr 5. kafla Galatabréfsins.

Uppbygging fræðsluefnisins er örlítið breytt frá liðnum árum. Eins og fyrr kynnum við texta vikunnar, skilgreinum markmið vikunnar og útskýrum Biblíutextann. Efninu er ætlað að vekja upp spurningar, ekki eingöngu hjá þátttakendum heldur einnig leiðtogum, og því er mikilvægt að lesa efnið vel yfir áður en mætt er á fundi.

Að þessu sinni er auk þess í efninu stutt vikuleg innsýn inn í líf, Najac, 11 ára gamals drengs sem býr í óskilgreindu þriðjaheimslandi. Þá er líkt og áður bent á tengingu við kvikmyndir og/eða tónlist sem þátttakendur kannast hugsanlega við. Hægt er að nálgast flestar af popptengingunum á einum stað á vefslóðinni http://www.youtube.com/playlist?list=PLpujh5EWb8TS7PHrd5ZdVK7oH6IpA8yqM.

Við nokkrar samverur er bent á ítarefni sem gæti komið að gagni. Við vonumst til þess að efnið nýtist í starfi KFUM og KFUK með börnum og unglingum, Guði til dýrðar og okkur öllum til uppbyggingar.

Hægt er að nálgast efnið á pdf-formi á http://www.kfum.is/wp-content/uploads/2012/02/Fræðsluefni-vor-2012-heild.pdf.

Efnisyfirlit

Fundur 1 – Hvað er gott? (Um gildi)
Fundur 2 – Kærleikur
Fundur 3 – Gleði
Fundur 4 – Friður
Fundur 5 – Langlyndi
Fundur 6 – Gæska
Fundur 7 – Góðvild
Fundur 8 – Trúmennska
Fundur 9 – Hógværð
Fundur 10 – Sjálfsagi
Fundur 11 – Valdefling
Fundur 12 – Samkennd