Í þessu efni er Postullega trúarjátningin tekin sérstaklega fyrir, en rík hefð hefur verið fyrir því í starfi KFUM og KFUK að farið sé með trúarjátninguna á hverjum fundi í yngri deildum félaganna.

Postullega trúarjátningin er meitluð framsetning á helstu grundvallaratriðum þess kristindóms sem Biblían boðar. Játningin varð snemma skírnarjátning í kirkjunni og var m.a. ætlað að vera andsvar við margvíslegum villukenningum sem þá voru uppi. Það er von KFUM og KFUK að fræðsluefnið geti verið hjálp í að koma boðskap trúarjátningarinnar á framfæri.

Ekki er við því að búast að allt í fræðsluefninu get nýst öllum. Því eru leiðtogar hvattir til að nota dómgreind sína til að velja og hafna í þeim efnum, jafnframt því sem leiðtogar eru hvattir til að lesa þær leiðbeiningar sem fylgja hverjum þætti hér á eftir.

Efnisyfirlit

Inngangur

Fundarefni

  1. Ég trúi á (Matt. 28:18-20)
  2. Guð (Jós. 24:1-28)
  3. Föður (Matt. 6:5-15)
  4. Almáttugan (Mark. 4:35-41)
  5. Skapara (I. Mós. 1:1-27 og Matt. 6:25-34)
  6. Himins og jarðar (Sálm. 8)
  7. Ég trúi á Jesú Krist (Matt. 16:13-20)
  8. Hans einkason (Jóh. 3:1-21)
  9. Drottin vorn (Jóh. 4:5-42)
  10. Getinn af Heilögum anda, fæddur af Maríu mey, (Lúk. 4:14-30 og 1:26-38)
  11. Píndur undir Pontíusi Pílatusi (Matt. 27:11-31)
  12. Krossfestur, dáinn og grafinn (Matt. 27:32-61)
  13. Steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum (Matt. 27:62-28:15)
  14. Ég trúi á heilagan anda… eilíft líf. Amen (Post. 1:1-14)

Fylgiskjöl

Gerð efnisins

Fræðsluefnið að þessu sinni er endurútgáfa fræðsluefnis Landssambands KFUM og KFUK, vorið 1990. En það bar heitið „Á hvern trúi ég?“ og var skrifað af Þórarni Björnssyni. Við endurútgáfuna var efnið lesið yfir, aðlagað og endurbætt. Að endurútgáfunni komu Petra Eiríksdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Jón Ómar Gunnarsson og Halldór Elías Guðmundsson.

Að lokum

Fræðsluefnisgerð lýkur aldrei. Það er alltaf hægt að gera betur, bæta við og aðlaga. Ef þú hefur góða hugmynd til að bæta þetta efni, endilega komdu henni á framfæri við æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara í efni þessu eru vel þegnar.