Ég og við öll

Fræðsluefnið fyrir sumarbúðirnar að þessu sinni byggir að hluta til á dæmisögum sem eiga ekki allar uppruna sinn í Biblíunni. Mikilvægt er að greina á milli þeirra sagna sem eru hluti af orði Guðs og hinna sem er einfaldlega ætlað að hjálpa okkur til að skilja hugtök og hugmyndir um Guð og vilja hans.

Efnið að þessu sinni notast við innlegg úr ótalmörgum áttum. Hluti samveranna er endurnýttur frá fyrri árum. Þá komu fjölmargir leiðtogar með ábendingar og hugmyndir og loks gafst sumarbúðastarfsfólki sumarsins 2012 tækifæri til að benda á og bæta efnið á sumarbúðanámskeiði í lok maí.

Ábyrgð á efninu er þó alltaf á ábyrgð æskulýðssviðs KFUM og KFUK og þeirra starfsmanna sem settu það saman í endanlegri mynd, Jóhanns Þorsteinssonar og Halldórs Elíasar Guðmundssonar. Við vonum að það nýtist sem best í því verki sem framundan er.

Í anda þeirrar trúar að ekkert sé endanlegt nema Guð einn, er efnið að þessu sinni gefið út sem tilraunaútgáfa, enda erum við alltaf að prófa okkur áfram, læra og þroskast í verkefnum okkar.

Hægt er að nálgast efnið á pdf-formi á slóðinni: http://kfum.is/efnisveita/wp-content/uploads/sites/10/2012/06/2012-Fræðsluefni-sumarsins-endanlegt.pdf