Þrisvar á ári hið minnsta setur KFUM og KFUK saman fræðsluhefti fyrir æskulýðsstarf. Að hausti kemur út fræðsluefni með hugmyndum, hugleiðingum, leikjum og verkefnum fyrir 10-15 félagsfundi. Samsvarandi efni kemur út að vori og loks er gefið út fræðsluefni fyrir sumarstarf félagsins sem byggir að jafnaði á 14 samverum, 7 morgunstundum og 7 hugleiðingum fyrir kvöldvökur.