Á Íslandi er mikilvægi trúarlegrar fræðslu KFUM og KFUK óumdeilt. En trúarlegt starf KFUM og KFUK snýst ekki einvörðungu um fræðslu, heldur og ekki síður að bjóða ungu fólki að taka Jesú Krist, líf hans, dauða og upprisu alvarlega. Það er stundum talað um að við játumst Kristi, sem andsvar við kallinu um að við fylgjum Skapara okkar og leyfum Guði að móta líf okkar.

Félagið okkar hefur í 115 ár kallað ungt fólk til þjónustu við frelsarann með öflugu barna- og æskulýðsstarfi.

Nú er komið að okkur að halda kyndli KFUM og KFUK á lofti, segja frá og kalla drengi og stúlkur til eftirfylgdar við frelsarann Jesú Krist.

Við vonum að fræðsluefnið sem þú ert með fyrir framan þig innihaldi verkfæri sem nýtast til þinna mikilvægu starfa á akrinum í þjónustu Guðs.

Efnið var tekið saman af Jóhanni Þorsteinssyni, Magneu Sverrisdóttur, Petru Eiríksdóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur.

Einstakar fræðslustundir og gögn

  1. Biblían – Glærur á pdf-formi
  2. Menn veiða
  3. Ull fyrir kalda – PowerPoint kynning
  4. Týndur sauður – Glærur á pdf-formi
  5. Bænin
  6. Skuldugi þjónninn – Glærur á pdf-formi
  7. Fátækt – Stop Poverty – Fundur fyrir unglingadeildir – Hlutverkalýsingar til útprentunar
  8. Kristniboð
  9. Jósef
  10. Sáðmaðurinn
  11. Hús á bjargi
  12. Páskar