Fyrir starfsárið 2013 – 2014 hefur verið ákveðið að fara aðra leið hvað varðar fræðsluefni. Lengi vel hefur félagið gefið út sérstakt fræðsluefni fyrir hverja önn, en með tilkomu efnisveitunnar (efnisveita.kfum.is) hafa skapast nýir möguleikar við undirbúning funda. Á efnisveitunni er allt fræðsluefni félagsins frá 2007 aðgengilegt og er þar að finna mikið magn af góðu efni. Á þessu starfsári höfum við ákveðið að taka saman 11 þemu og velja hugleiðingar og fræðsluefni sem eiga við þemun. Þemun sem valin hafa verið eru eftirfarandi: Saga KFUM og KFUK, fyrirgefning, bænin, kærleikur, náunginn, sköpun Guðs, ábyrgð, eftirfylgd, aðventan, jólin og páskar. Í yfirlitinu hér að neðan eru 59 mismunandi fræðsluefni og hugleiðingar sem koma úr fræðsluefni KFUM og KFUK, bókinni: „More Hot Illustrations for Youth Talks“ (© 1995 e.  Youth Specialties Inc) og bókinni „The think tank“ (©2010 e. Martin Saunders). Með því að fara þessa leið hvað fræðsluefnið varðar er verið að svara kalli leiðtoga í æskulýðsstarfinu eftir aukna fjölbreytni í fræðsluefninu. Þannig er leiðtogum veitt meira frelsi við undirbúning og skipulaginu hugleiðinga, en á sama tíma kallar þessi nálgun á aukna ábyrgð leiðtoga við undirbúning hugleiðinga á fundum. Við á æskulýðssviði erum boðin og búin til að veita ykkur alla þá aðstoð sem þið gætuð þurft við undirbúning hugleiðinga, enda er hér um að ræða einn mikilvægasta þátt félagsstarfsins þ.e. „…að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins.“

Sköpun Guðs – þema vikunnar 16.-20. sept.
A – Fræðsluefni vor 2013: Trúarjátningin
B – Fræðsluefni vor 2013: Trúarjátningin
C – Fræðsluefni haust 2012: Faðir vor
D – Fræðsluefni vor 2012: Rétt og rangt
E – Fræðsluefni haust 2011: Góð gildi
F – Fræðsluefni haust 2007: Sögurnar sem Jesús kunni

Kærleikur – Þema vikunnar 23.-27. sept. og 30. sept.-4.okt.
A – Fræðsluefni vorið 2013: Trúarjátningin
B – Fræðsluefni haustið 2009: Sögurnar sem Jesús sagði Bls. 28 – 29, Týndur sonur
C – Fræðsluefni haustið 2009: Sögurnar sem Jesús sagði Bls. 16, Týndur sauður
D – Fræðsluefni haustið 2007: Sögurnar sem Jesús kunni Bls. 26, Steintöflur: Guð vill leiða okkur
E – Fræðsluefni vorið 2008: Ævi Jesú Bls. 18, Í stormi
F – Fræðsulefni vorið 2009: Ævi Jesú II Bls. 20, Sakkeus
G – Fræðsluefni vor 2012: Rétt og rangt
H – Mýsnar í Píanóinu: „More Hot Illustrations for Youth Talks“ Copyright © 1995 by Youth Specialties Inc Mýsnar í píanóinu

Náunginn/hjálparstarf/þjónusta – Þema vikunnar 7.-11. okt. og 14.-18. okt.
A – Fræðsluefni vor 2012: Rétt og rangt – Gæska
B – Fræðsluefni vor 2012: Rétt og rangt – Hvað er gott? (um gildi)
C – Fræðsluefni vor 2012: Rétt og rangt – Góðvild
D – Fræðsluefni haust 2011: Góð gildi
E – Fræðsluefni haust 2009: Sögurnar sem Jesús sagði Bls. 22, Miskunnsami Samverjinn
F – Fræðsluefni vor 2010: Þau sem fylgdu Jesú Bls. 12, Við Fögrudyr
G – Hugleiðing úr The Think Tanki: Að fella réttláta dóma Að fella dóma
H –Hugleiðing úr The Think Tank: Vinátta: Tveir eru betri en einn Vinátta…betri eru tveir en einn

Fyrirmyndir/Eftirfylgd – Þema vikunnar 21.-25. okt.
A – Fræðsluefni vor 2010: Þau sem fylgdu Jesú Bls. 18, Sál mætir Jesú Kristi á veginum til Damaskus
B – Fræðsluefni vor 2010: Þau sem fylgdu Jesú Bls. 8 , Farið og gjörið
C – Fræðsluefni vor 2010: Þau sem fylgdu Jesú Bls. 14, Filippus og hirðmaður frá Eþíópíu
D – Fræðsluefni vor 2010: Þau sem fylgdu Jesú Bls. 12, Við Fögrudyr
E – Fræðsluefni vor 2008: Ævi Jesú Bls. 16, Símon Pétur
F – Fræðsluefnið vorið 2009: Ævi Jesú II Bls. 10, Fjallræða Jesú – Okkur er ætlað hlutverk
G – Frækorn keisarans: „More Hot Illustrations for Youth Talks“ Copyright © 1995 by Youth Specialties Inc Frækorn keisarans

Bænin – Þema vikunnar 28. okt.-1. nóv. og 4.-8. nóv.
A – Fræðsluefni haust 2012: Faðir vor
B – Fræðsluefni vorið 2013: Trúarjátningin
C – Fræðsluefni haust 2012: Faðir vor
D – Fræðsluefnið vorið 2009: Ævi Jesú II Bls. 12, Fjallræðan – Faðir vor.
E – Fræðsluefnið vorið 2009: Ævi Jesú II Bls. 14, Fjallræðan –Bænaþema
F – Fræðsluefnið haustið 2009: Sögurnar sem Jesús sagði Bls. 26 – 27, Biðjið, leitið, knýjið á.
G – Fræðsluefnið haustið 2009: Sögurnar sem Jesús sagði Bls. 30-31, Farisei og tollheimtumaður
H – Kvikmyndahugleiðing úr The Think Tank: Tækifærin, bænin og Guð

Ábyrgð – Þema vikunnar 11.-15. nóv.
A – Fræðsluefni haustið 2011: Góð gildi
B – Fræðsluefni haustið 2011: Góð gildi
C – Fræðsluefni haustið 2007: Sögurnar sem Jesús kunni Bls. 26, Steintöflur: Guð vill leiða okkur
D – Og hvað græði ég á því: „More Hot Illustrations for Youth Talks“ Copyright © 1995 by Youth Specialties Inc Og hvað græði ég á því?

Fyrirgefning – Þema vikunnar 18.-22. nóv.
A – Fræðsluefni haustið 2011 – Sagan um týnda soninn
B – Fræðsluefni vorið 2013: Trúarjátningin – Jesús hittir samverska konu við brunninn
C – Fræðsluefni haust 2012: Faðir vor

Aðventa – Þema vikunnar 25.-29. nóv.
A – Fræðsluefni haust 2012: Um aðventuna 
B – Fræðsluefni vorið 2008: Ævi Jesú Bls. 6, Elísabet og Sakaría
C – Fræðsluefni vorið 2008: Ævi Jesú Bls. 8, María og Elísabet

Jólin – Þema vikunnar 2.-6. des.
A – Fræðsluefni haust 2008: Sögurnar sem Jesús kunni Bls. 24, Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn
B – Jólasaga – gjafir Artabans
C – Jólasaga – Vetrarganga Venslásar konungs Hjá æskulýðsfulltrúum