Biggi Em virðist hallast að því að rétt og rangt skipti ekki miklu máli. Textinn snýst fyrst og fremst um hann sjálfan og eigin líðan. Mælikvarðinn á rétt og rangt er þannig fyrst og fremst hvernig honum líður sjálfum. Við virðumst skv. hugmyndum Bigga Em vera mælikvarðinn á rétt og rangt. Þessi nálgun er mjög algeng í rappi (og hjá unglingum) og ekki bara á Íslandi.

Hér gæti verið spennandi að fá þátttakendur til að ræða um hvers vegna Biggi Em, kallar lagið rétt og rangt. Eins má fá þátttakendur til að hugsa um hvernig þau skilgreina rétt og rangt. Byggir hugmyndin um rétt og rangt kannski aðallega á orðunum „af því bara?“