Það er fjölmennur hópur af ungmennum sem eru að fara á afmælishátíð KFUM í Evrópu 4.-8. ágúst nk. í London. Við erum að fjárafla fyrir ferðinni og ætlum að halda Páskabingó 16. apríl nk á Holtavegi 28 kl. 18:00-19:30!
Veglegir vinningar og fullt af páskaeggjum einnig verður happadrætti og vöfflusala fyrir svanga Íslendinga á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta!
YMCA175 hópurinn