Vindáshlíðardeildin er deild þar sem stelpur úr Vindáshlíð á aldrinum 13-16 ára geta komið og notið góðs félagsskapar. Við ætlum að hittast þrisvar á þessari önn. Fyrsti hittingur var sundferð. Næsti hittingur er gistinótt í Vindáshlíð helgina 19.-20. október. Síðan verður jólakósý 7. desember.

Við ætlum líka að fara saman í Vatnaskóg á miðnæturmót en það er ekki inni í verðinu fyrir deildina. Skráning í deildina er á https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1307 eða í síma 588-8899.

Endilega allar að koma og taka þátt í þessari bráðskemmtilegu deild. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja leiðtogar deildarinnar

Ásta og Guðlaug