Hópur efnilegra ungmenna mun fara í Vindáshlíð um helgina til að taka þátt í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára. Í ár verða tvö námskeið í boði, annars vegar Leiðtogaþjálfun I fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfuninni og hins vegar Leiðtogaþjálfun III fyrir þá sem eru lengra komnir. Frábærir fyrirlesarar munu sjá um fræðslu helgarinnar en farið verður yfir helstu þætti sem skipta máli í starfi með börnum og unglingum innan KFUM og KFUK. Fræðslan er fjórþætt og lögð er áhersla á Kristilega fræðslu, Félagsmálafræðslu, Ungmennafræðslu og Mannrækt.
Brottför er frá Holtavegi 28 föstudaginn 21. september, kl. 17:30
Námskeiðin um helgina eru fullbókuð en ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára má sá hinn sami endilega senda póst á hjordis@kfum.is