Í Ölveri 21.-23. september 2018 verður einstakt tækifæri til að upplifa sumarbúðahamingju.

Í kvennaflokknum verður boðið upp á alvöru sumarbúðakvöldvökur, slökun, hlátur, heitan pott, gönguferðir og fleira sem þessi dásamlegi staður hefur upp á að bjóða. Flokkurinn er fyrir konur frá 18 ára aldri.

Verð í flokkinn er 15.500 kr. og skráning er inn á sumarfjor.is og í síma 588-8899.

Verið hjartanlega velkomnar!

 

Dagskrá í kvennaflokki Ölvers 21.-23.september 2018

Föstudagur:


19:00 Kvöldmatur 
 -Mexíkósk kjúklingasúpa og meðí
21:00 Kvöldvaka – Erna Björk* verður með hugvekju
———Slökun & heitur pottur———-

Laugardagur
:

09:30 Morgunmatur
 -Morgunverðarhlaðborð
10:00 Fánahylling
10:15 Morgunstund – Fyrirlestur og umfjöllun með Thelmu Hrund* ”Í viðjum vanans”
11:00 Göngutúr
12:15 Hádegismatur 
 -Gourmet salathlaðborð
13:15 Frjáls tími – njóta staðarins
15:30 Kaffitími
16:00 Gleði og dekurstund fyrir kvöldið
19:00 Veislukvöldverður 
 -Lamabalærisveisla
21:00 Veislukvöldvaka – Erla Björg* verður með hugvekju
23:00 Veisklukvöldkaffi
———Heitur pottur———

Sunnudagur:

09:00 Létt morgunleikfimi
09:30 Morgunmatur
 -Morgunverðarhlaðborð
10:00 Fánahylling
10:05 Morgunstund – Fyrirlestur og umfjöllun með Erlu Björg* ”Sjálfsástin”
11:15 Útivera eða innivera (fer eftir veðri)
12:15 Hádegismatur 
 -Sveppasúpa og nýbakað brauð
—— Taka til og ganga frá í herbergjum – Kveðjustund/Heimferð ——

Tímasetiningarnar eru bara til að styðjast við og er dagskrá birt með fyrirvara.
 Það er í sjálfsögðu hægt að mæta á laugardegi og vera fram á sunnudag, ef það hentar betur. Svo er gott að taka það fram að fólk tekur þátt í dagskránni eins og það treystir sér til.

*Erla Björg Káradóttir, markþjálfi og formaður Ölvers
*Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, iðjuþjálfi (sér um yfirdagskrá flokksins)
*Erna Björk Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarmeðlimur Ölvers