Helgina 1.-3. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi, en heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára.

Tilgangur daganna er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.

Verð á Heilsudaga karla er kr. 12.500.

Hægt er að ganga frá skráningu á http://skraning.kfum.is eða í síma 588-8899.

Dagskrá Heilsudaga 2017 

Fimmtudagur 31. ágúst

Á staðnum verða ca. 30 fermingarbörn en áhugasamir eru velkomnir á staðinn til að undirbúa eða hefja vinnu í þágu Vatnaskógar.  Matur og gisting í boði en engin formleg dagskrá. 

Föstudagur 1. september
15:45 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja).  Leikið verður á Garðavelli við Akranes*
19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Erindi: „Manndrápsfley á Miðjarðarhafi – flóttinn, ferðalagið og móttökurnar á Íslandi“  Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossinum
21:30 Frjáls tími
22:00 Kvöldhressing
22:30 Guðsorð fyrir svefninn:
23:00 Bænastund í kapellu
23:30 Gengið til náða

Laugardagur 2. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíulestur: sr. Valgeir Ástráðsson
10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
15:30 Kaffi
16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli og í Helsingi (Undankeppni HM 2018 Finnland – Ísland, bein útsending í sal Birkiskála), slökun í heitu pottunum, veiði á vatninu ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka

– „Uppistand“ frá Noregi:  sr. Sigurður Grétar Sigurðsson

– Hugvekja: Halldór Elías Guðmundsson

22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu

Sunnudagur 3. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:10 Brottför úr Skóginum
11:00 Messa í Borgarneskirkju
13:00 Hádegismatur í Vatnaskógi

Heimför

* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur á Garðavelli við Akranes sjá má www.leynir.is
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald þarf að greiða sérstaklega.

Vinna í þágu Vatnaskógar

Á laugardeginum verður vinnna í þágu Vatnaskógar, þar verða verkefnin af ýmsum toga, fjölbreytt og allir ættu að geta fundið sér verkefni við hæfi. Verkefnin verða kynnt síðar.