Gauraflokkur hefur verið í Vatnaskógi síðan 2007.
Það þótti mikil nýbreyti þegar Skógarmenn KFUM buðu fyrst uppá Gauraflokk í Vatnaskógi, sumardvöl fyrir 10 – 12 ára drengi sem greinst hafa með ofvirkni, athyglisbrest og skyldar raskanir.
Markmiðið hefur ávallt verið að auka sjálfstraust þátttakenda og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra.
Áhersla lögð á að þátttakendur fái mikla hvatningu og þeir finni kröftum sínum uppbyggilegan farveg og þátttakendur hvattir til uppbyggilegra leikja og útiveru og nýta umhverfi sumarbúðanna til þess. Til þess að minnast tímamótanna þá bjóða Skógarmenn KFUM til fundar þann 8. júní kl. 17:30 á Holtavegi 28.

Dagskrá:
• Gestir boðnir velkomnir:
Ársæll Aðalbergsson framkvæmdstjóri Skógarmanna
• Gauraflokkur upphafið:
Bóas Valdórsson sálfræðingur og forstöðumaður í fyrstu flokknum
• Gaurflokkur, spennandi verkefni:
Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur

• Gauraflokkur í dag:
Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon forstöðumenn 2017
• Veitingar í boði Skógarmanna
• Fundur með starfsfólki Gauraflokks 2017

Allir hjartanlega velkomnir