Helgina 7. -9. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi. En Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára.

Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda.

  • Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar.
  • Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.

Verð á Heilsudaga karla er kr. 8.900.

Hægt er að ganga frá skráningu á http://skraning.kfum.is eða í síma 588-8899.

Dagskrá Heilsudaga 2012

Föstudagur 7. september

16:00 Golfmót “VATNASKÓGUR OPEN“ Leikið verður á Þórisstöðum* (fyrir þá sem vilja)

19:00 Léttur kvöldverður

20:00 Erindi – Trúarbragðafræðsla í nútíma fjölmenningarsamfélagi – Dr. Sigurður Pálsson

21:30 Hreyfing: Innibolti, göngutúr, borðtennis, skák…

22:30 Kvöldhressing

23:00 Guðsorð fyrir svefninn –  Halldór Elías Guðmundsson djákni

23:30 Bænastund í kapellu

24:00 Gengið til náða

Laugardagur 8. september

08:00 Vakið

08:20 Müllersæfingar og fánahylling

08:30 Morgunmatur

09:00 Biblíulestur – Guðlaugur Gunnarsson kristniboði

10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar

11:00 „Ellefukaffi“

12:00 Matur

12:30 Höllun

13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar

15:30 Kaffi

16:30 Fótboltaleikur, slökun í heitu pottunum ofl.

19:00 Hátíðarkvöldverður

20:30 Hátíðarkvöldvaka

Tónlistaatriði:Bjargræðiskvartettinn

Hugvekja: Séra Ólafur Jóhannsson

22:30 Kvöldkaffi

23:15 Bænastund í kapellu

Sunnudagur 9. september

09:00 Vakið

09:20 Müllersæfingar og fánahylling

09:30 „Brunch“ (morgun-hádegismatur )

10:15 Brottför úr Vatnaskógi

11:00 Messa í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi – dr. Gunnar Kristjánsson

12:00 Úr sögu Brautarholtskirkju – dr. Gunnar Kristjánsson

12:15 Heimför

*Á föstudeginum verður í boði golfmót fyrir áhugasama. Leikið verður á golfvelli Þórisstaða sem er næsti bær til austurs við Vatnaskóg. Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt hjá: jonomar(hjá)kfum.is eða í síma 866-7917. Vallargjald eru frjáls framlög frá kr. 1.500.- til kr. 3.500.- þarf að greiða sérstaklega. Vallargjald rennur í Skálasjóð Skógarmanna. Ath. teiggjafir, vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og verðlaun fyrir þann sem slær næst holu á 9. braut (par 3).