Þá er þessum ævintýraflokki að ljúka – hver leyfði tímanum eiginlega að þjóta svona áfram?
Í gær var veisludagur og hann tók á móti okkur með einu rosalegasta veðri sem sést hefur hér í Vatnaskógi. Blankalogn allan daginn og skýnandi sól – og það sem meira er, nánast ekkert mý!
Eftir morgunmat og biblíulestur var spilaður foringjaleikur þar sem úrvalslið drengja spilaði á móti foringjum, endaði leikurinn með stórmeistarajafntefli 3-3.
Eftir hádegi var boðið upp á íþróttahús, báta, fótbolta og vað í vatninu ásamt því að nokkrir ungir herrar úr handboltaliði Vals komu hér og spiluðu við drengina.
Eftir kaffi hélt dagskráin áfram og var þar boðið upp á vipeout braut sem sett var upp við íþróttahúsið.
Um kvöldið var svo haldin löng og skemmtileg veislukvöldvaka þar sem öllu var flaggað. Bikaraafhending, biblíuspurningakeppni, framhaldssögulok, Sjónvarp Lindarrjóður og Skonrokk. Allt vakti þetta mikla lukku sem tóku hressilega undir.
Þegar kvöldvökunni var lokið fóru allir í kvöldkaffi og var síðan boðið upp á miðnæturdagskrá í íþróttahúsinu. Stóð hún til 23:30 og eftir það fóru allir upp í rúm að sofa, þreyttir og sælir eftir skemmtilegan veisludag.
Við minnum á myndasíðuna.
Í dag voru drengirnir vaktir kl 09:00 og var haldin messa í morgun eftir morgunmat og biblíulestur. Dagskráin er nokkuð frjáls í dag og hefðbundin. Nú þegar eru allir búnir að pakka og reiðubúnir til brottfarar. Foreldrum er bent á að sækja drengina ekki seinna en 17:00 á Holtaveg 28 í dag.
Við þökkum fyrir flokkinn. Hann var góður. Arnór og Hilmar, forstöðumenn.