Þriðji dagur tók á móti okkur bjartur og fagur. Drengirnir sváfu ögn lengur enda þreyttir eftir hernaðarbrölt næturinnar (það er stundað á fleiri stöðun en í Elliðaárdalnum).

Dagurinn var nokkuð hefðbundinn þar sem boðið var upp á fótbolta, báta, frjálsar íþróttir, virkisgerð og fleira gott. Horft var á Evrópumótið í knattspyrnu þar sem spánverjar unnu portúgala eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni.

Nokkrir drengir skelltu sér í útilegu og sváfu undir berum himni í nótt. Var það mikil ævintýraför og komu þeir heim í morgun, alsælir og ánægðir með þá veru.

Búið er að bæta við myndasafnið og má sjá það hér

Góðar kveðjur úr skóginum, Sjúmleh og Jaró. Forstöðumenn.