Héðan úr Vatnaskógi er allt gott að frétta. 98 hressir drengir komu hingað fullrir eftirvæntingar, tilbúnir til að eiga hér ógleymanlega viku. Eftir að búið var að koma sér fyrir í skálunum var borðað og farið svo út í frjálsan tíma. Fótboltinn var vinsæll ásamt bátunum og nokkrir fengu að vaða út í kalt Eyrarvatnið. Útileikjaforingi er öflugur í þessum flokki og hefur nú þegar boðið upp á útsýnisgöngur, skógarhögg og virkisgerð úti í skógi. Í íþróttahúsinu fara fram hinar ýmsu keppnir og var riðið á vaðið með þythokkímóti í gær en nú í dag hófst keppni í köngulóarfótbolta, skemmtilegt það.
Lang stærstur hluti hópsins hefur komið hingað áður og þekkir staðinn vel. Á kvöldvökunni sló leikhópurinn villiöndin í gegn, framhaldssagan átti sinn sess ásamt því að drengirnir sungu skógarmannasöngva fullum hálsi. Góður sönghópur hér á ferð.
Eftir kvöldvöku tók við kvöldhressing og síðan svefn. Ró var komin í öll hús um hálf tólf og allir sváfu þeir sætt og rótt til kl hálf níu í morgun.
Við sendum góðar kveðjur heim. Myndir má finna hér.
Kveðja. Arnór og Hilmar, forstöðumenn.