Stemming á kvöldvöku

Nú koma loks fréttir frá 3. flokki Vatnaskógi. Það eru 97 frábærir drengir í flokkunum og gengur allt vel.

Dagskráin: Fjör, mikil dagskrá og drengirnir almennt duglegir að taka þátt. Sem fyrr eru íþróttirnar fyrirferðamiklar hjá mörgum þá sérstkaklega fótboltinn en aðrir hafa lagt áherslu á smíðar og báta og sumir jafnvel reynt við veiðar en ekki gengið þrátt fyrir að í foringjahópunum sé vanur maður úr sjávarútvegsbransanum og vísað á vænleg fiskimið.

Maturinn: Það er mikið borðað í Vatnaskógi. Í gær fengu menn, Skyr i hádegismat og Lasagne í kvöldmat. Í dag fengu menn hins vegar gúllas í hádegismat.

Veðrið: Veðrið er búið að vera þokkalegt. hægur vestan vindur eða logn báða dagana. Í dag miðvikudag er 13°hiti, skýjað og nánast logn, og kom smá rigning um hádegisbilið. Gott bátaveður.

Kvöldin: Að lokinni kvöldhressingu er kvöldvaka þar skemmta piltarnir sér vel við Skógarmannasöngva, horfa á leikrit og jafnvel er stuttmyndaafrakstur dagsins sýndur. Kvöldvökunni lýkur með hugvekju út frá Guðs orði. Á eftir kvöldvöku fara þeir sem vilja í Kapellu Vatnaskógar þar sem boðið er uppá bænastund.

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.

Hér eru fyrstu myndir:

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157630207814278/with/7407962996/

Ársæll forstöðumaður