Steindepill - fuglaskoðunÍ kvöld, fimmtudaginn 22. mars, verður fundur hjá AD (Aðaldeild) KFUM í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fundurinn hefst kl. 20 að venju.

Efni fundarins hefur yfirskriftina „Lítið til fugla himinsins“, og verður í umsjá Þórarins Björnssonar, guðfræðings. Þórarinn mun fjalla um íslenska fugla og sýna magnaða myndasýningu.

Hugvekju flytur séra Ólafur Jóhannsson. Stjórnun fundarins verður í höndum Kára Geirlaugssonar.

Kaffi og kaffiveitingar verða á boðstólum í lok fundar að vanda. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að eiga  saman góða kvöldstund á Holtaveginum.