Þátttakendum er skipt í fimm manna hópa sem fá það verkefni að fara út og safna rusli í svarta ruslapoka. Allir í hópnum fá miða með einu orði og mega ekki sýna hinum í hópnum, heldur eiga að gera eins og á miðanum stendur. Orðin á miðunum eiga að vera: „pokagæslumaður“, „týnslutæknir 1“, „týnslutæknir 2“, „valmaður (sá sem velur týnslusvæði)“ og loks „letingi“. Mjög mikilvægt er að þau haldi því leyndu hvað á miðanum stendur. Síðan eru hóparnir sendir af stað að týna og eiga að ná eins miklu rusli og þau geta á 15 mínútum.

Þegar þau koma inn aftur er kjörið að ræða hvernig gekk, ýmist í hverjum hópi fyrir sig eða með öllum þátttakendum. Þar er mikilvægt að ræða sérstaklega hvernig þeim gekk að rækja hlutverk sitt og jafnframt hvernig þeim fannst letinginn standa sig.