Í þessum leik geta verið þrír eða fleiri þátttakendur. Allir sitja í kringum borð og krækja handleggjunum saman. Síðan eru allir lófar lagðir á borðið. Einn byrjar á því að klappa á borðið með einni hönd og segir í hvaða átt klappið á að fara. Næsta hönd á að klappa einu sinni o.s.frv. Ef klappað er tvisvar sinnum með sömu hönd snýr hringurinn við. Ef einhver klappar vitlaust er hann úr leik með þá hönd sem klappaði vitlaust. Höndin sem er eftir verður klappkonungurinn.